Ein skemmtilegasta laxveiðiá landsins er Laxá í Leirársveit. Áin sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá Reykjavík hefur verið með aflahæstu ám landsins undanfarin ár hvort sem er miðað við fjölda laxa eða fjölda laxa á stöng á dag en veitt er á 4-7 stöngum í senn í ánni. Í fyrra veiddust rétt um 1600 laxar úr ánni auk þess sem að einnig veiddist töluvert af sjóbirtingi.